Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2024 20:00 Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast. Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira