Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2024 20:00 Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast. Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning