Eldri borgarar fá lítið út úr kjarasamningunum Kári Jónasson skrifar 18. mars 2024 09:31 Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Kjaraviðræður 2023-24 Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun