Hvað tökum við með okkur? Magnús Bergmann skrifar 18. mars 2024 08:01 Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar