Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 22:44 Kyrie Irving sáttur í leikslok. Vísir/Getty Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24. NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24.
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum