Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 22:44 Kyrie Irving sáttur í leikslok. Vísir/Getty Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24. NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24.
NBA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira