„Það er verið að rýma Grindavík“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 21:08 Skjáskot af gosinu úr vefmyndavél Vísis. Vísir Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Sjá meira
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27