SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 17:01 SpaceX stendur öðrum fyrirtækjum heims framar þegar kemur að því að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu. AP/Eric Gay Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX. SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27