„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 13:57 Birni Leifsson, Bjössa í World Class, segist hafa verið öllum lokið þegar hann sá frétt á Vísi í morgun. Vísir/Egill Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. „Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“ Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
„Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00