Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 19:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til baka þegar ljóst var að neyðarástand var afstaðið. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum. Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28