Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 19:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til baka þegar ljóst var að neyðarástand var afstaðið. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum. Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fjórir voru um borð í skútunni og voru slæmar aðstæður á vettvangi vegna hvassviðris og sjólags, að sögð Landhelgisgæslunnar. Skútan hafði verið í togi hjá öðrum báti en dráttartaugin slitnaði vegna slæms sjólags og tókst ekki að tengja dráttartaugina á milli skipanna aftur. Áhöfn skútunnar dró þá upp segl og reyndi að sigla í skjól en þá gaf stýri skútunnar sig og varð hún því stjórnvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni en skútan var þá um eina sjómílu norður af Straumnesi. Einnig var óskað eftir aðstoð nálægra skipa og báta en á vettvangi var hvöss norðaustanátt. Þar sem straumur féll á móti vindi var kröpp alda og aðstæður erfiðar. Skútuna rak til suðvesturs en ekki að landi. Að sögn Landhelgisgæslunnar tókst áhöfn skútunnar að setja út neyðarstýri og gat því siglt skútunni undir seglum inn á Aðalvík í skjól. Um svipað leyti hafi fiskeldisþjónustuskipið Fosnakongen og björgunarskipið Gísli Jóns komið á vettvang en ekki verið þörf á aðstoð þeirra þegar þarna var komið. Þyrlu Gæslunnar var þá snúið við þegar ljóst var að hættuástand var yfirstaðið. Til stendur að sigla skútunni undir seglum inn fyrir Rit þar sem dráttartaug verður tengd að nýju við dráttarskipið og munu skipin síðan halda til hafnar á Ísafirði.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15. mars 2024 16:28