Á allt eins von á gosi um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur rýnir nótt sem dag í nýjustu gögn er varða jarðhræringar á Reykjanesskaganum. vísir/Arnar Halldórsson Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44