Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 23:01 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í Hannover í gær, í sigrinum góða á Austurríki. Getty/Swen Pförtner Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira