Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 08:00 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræðir við nýja hermenn í þjálfurnarstöð Rússa í Ryazan-héraði. AP/Mikhail Klimentyev Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Þrátt fyrir skotfæraleysi Úkraínumanna sýnir myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum að Rússar hafa orðið fyrir töluverðu mannfalli og misst mikið magn skrið- og bryndreka. Þetta skotfæraleysi í samblandi við manneklu Úkraínumanna gæti á endanum leitt til þess að eitthvað gefi eftir og að Úkraínumenn þurfi að hörfa undan Rússum. Úkraínumenn vinna að byggingu umfangsmikilla varnarvirkja víðsvegar í austurhluta landsins og er það í raun í fyrsta sinn sem það er gert með þessum hætti. Hér að neðan, á kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war má sjá hvar helstu bardagar síðustu vikna hafa farið fram. Russian forces likely captured Tonenke (west of Avdiivka) and Nevelske (southwest of Avdiivka) no later than March 16. (1/3) https://t.co/VvpENPKeZX pic.twitter.com/HfrlrFW4AK— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) March 17, 2024 Árásir í Rússlandi Undanfarna viku hafa hópar rússneskra manna sem berjast með Úkraínumönnum gert árásir í Rússlandi. Forsvarsmenn hópanna sem kallast „Frjálst Rússland hersveitin“, „Síberíska herfylkið“ og „Rússneska sjálfboðaliðasveitin“ segja markmið þeirra vera að frelsa rússnesku þjóðina undan oki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hóparnir hafa nokkrum sinnum gert áhlaup á Rússa í Belgorod-héraði en átökin hafa að þessu sinni verið harðari en áður. Þau hafa bæði náð til Belgorod og Kúrsk og hafa hóparnir notað herþylur til að lenda hermönnum innan landamæra Rússlands. Democratic Russian forces from "RDK" took over 2 dozen P.O.W.s in Belgorod Oblast, their leader states, refuting claims made by the official MoD about the destruction of the group. pic.twitter.com/2LorJwN7og— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 16, 2024 Ríkisstjóri Belgorod lýsti því yfir í vikunni að verslunarmiðstöðvum yrði lokað og kallaði hann eftir því að íbúar ferðuðust ekki að óþörfu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagmiðlum gefur þó til kynna að margir Rússar hafi flúið frá svæðinu. Enn sem komið er er þó enn nokkuð óljóst hvort áhlaup þessi hafi skilað árangri. Myndefni sem rússneskir herbloggarar hafa birt gefur til kynna að sjálfboðaliðarnir hafi orðið fyrir töluverðu mannfalli. Rússar segjast hafa varist áhlaupunum en markmiðið með þeim er líklega að reyna að draga athygli rússneska hersins frá víglínunni í austurhluta Úkraínu. Herbloggarar hafa gagnrýnt forsvarsmenn hersins fyrir þá ákvörðun að hörfa alveg yfir landamærin þegar rússneski herinn hörfaði frá Kænugarði vorið 2022. Kallað hefur verið eftir því að herinn myndi fjörutíu kílómetra breitt öryggissvæði innan Úkraínu. Til þess þyrfti herinn að gera nýja innrás úr norðri. Sjálfsprengidrónaárásir á olíuvinnslur Úkraínumenn hafa á undanförnum dögum gert nokkuð umfangsmiklar drónaárásir í Rússlandi. Árásirnar hafa sérstaklega beins að olíuiðnaði Rússlands og hafa sprengingar orði í nokkrum olíuvinnslustöðvum víðsvegar um landið. Í einu tilfelli var gerð drónaárás á vinnslustöðu í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Videos from Russian Telegram channels of a UAV attack on an oil refinery in Ryazan. https://t.co/wLQT3VadFYhttps://t.co/3z5m9mnVv5https://t.co/44LvjWujwbhttps://t.co/T1FtASs9rM pic.twitter.com/y4rmPf8ce1— Rob Lee (@RALee85) March 13, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í fyrra að mikið púður hefði verið lagt í þróun nýrra sjálfsprengidróna sem hægt væri að nota til árása í allt að sjö hundruð kílómetra fjarlægð. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn væntanlega notað slíka dróna til fjölmargra árása í Rússlandi. Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Russian forces likely captured Tonenke (west of Avdiivka) and Nevelske (southwest of Avdiivka) no later than March 16. (1/3) https://t.co/VvpENPKeZX pic.twitter.com/HfrlrFW4AK— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) March 17, 2024 „Dráps-keðjan“ líklega stytt Rússar virðast ná betri árangri í árásum bakvið víglínuna. Þetta hefur að hluta til verið rakið til skorts á skotfærum fyrir loftvarnarkerfi, samhliða aukinni notkunar Rússa á eftirlitsdrónum. Rússar hafa þar að auki líklega bætt hina svokölluðu „dráps-keðju“. Það eru þær boðleiðir sem skipanir þurfa að fara í tilfellum eins og þeim þegar hermaður notar dróna til að finna skotmark fyrir stórskotalið eða eldflaugar og hve langur tími líður þar til árásin er gerð. „Dráps-keðja“ rússneska hersins hefur undanfarið tvö ár verið nokkuð löng, ef svo má að segja, og hefur þeim oft gengið illa að nýta tækifæri þegar skotmörk finnast. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Til marks um þessa þróun má vísa til þess að á undanförnum vikum hafa Rússar birt drónamyndbönd af árásum á HIMARS-eldflaugakerfi, það fyrsta sem vitað er til að Rússum hafi tekist að granda, og á Archer-stórskotaliðsvopn. Sjá einnig: Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið Þá birtu Rússar einnig nýverið myndband af stórskotaliðs- og eldflaugaárás á þrjár herþyrlur. Talið er að árásin hafi verið gerð um 45 kílómetra fyrir aftan víglínuna. The Russian Ministry of Defense publishes footage of three Ukrainian Mil Mi-8(?) helicopters being targeted. First by cluster munitions after which two were finished off with guided missiles.Date and exact location are unknown but this is a pretty big confirmed loss. pic.twitter.com/lM459UPDCq— NOELREPORTS (@NOELreports) March 13, 2024 Skutu tvisvar á Odessa Rússar skutu eldflaugum á borgina Odessa, við strendur Svartahafs, á föstudaginn. Það hafa þeir ítrekað gert frá upphafi innrásarinnar en þessi árás var nokkuð frábrugðin. Eftir að eldflaugar lentu á borginni og minnst fjórtán borgarar féllu, bar sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn að garði og unnu þeir að því að bjarga fólki. Þegar þeir voru komnir á vettvang lentu fleiri eldflaugar. Sjá einnig: Sorgardagur í Odessa Að minnsta kosti tveir til viðbótar dóu og er tugir sagðir hafa særst. Eight people killed, including two rescue workers, and 20 injured in today s double-tap Russian missile strike on Odesa. Ukrainians are dying because the country is running out of air-defense interceptors. https://t.co/YWuoAM4nkG— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 15, 2024 Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Reyna að fylla upp í skarðið Eins og ítrekað hefur komið fram á undanförnum vikum skortir Úkraínumenn skotfæri og þá sérstaklega fyrir stórskotalið, auk loftvarnarkerfa. Þessi skortur hefur að miklu leyti verið rakinn til þess að hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum hefur setið fast í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa neitað að halda atkvæðagreiðslu um frumvörp um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Sjá einnig: Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þó í vikunni að senda ætti um þrjú hundruð milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Úkraínskir hermenn skjóta á rússneska hermenn úr D-30 fallbyssu nærri víglínunni í Dónetsk.AP/Efrem Lukatsky Þá kynntu yfirvöld í Danmörku að senda ætti skotfæri og fallbyssur til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Aðrir bakhjarlar Úkraínumanna hafa reynt að fylla upp í skarðið sem Bandaríkjamenn hafa skilið eftir sig og ríki Evópu vinna að því að auka framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Grikklandi tilkynntu á föstudaginn að þeir ætluðu að senda mikið magn skotfæra fyrir riffla til Úkraínu og sjötíu fallbyssur af gerðinni M114A1. Macron sendir öðrum leiðtogum tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefure gengið nokkuð hart á aðra bakhjarla Úkraínu á undanförnum vikum. Hann hefur varað aðra þjóðarleiðtoga við því að setja sér óumbeiðnir rauðar línur. Taka eigi ekkert af borðinu þegar kemur að hernaðaraðstoð til Úkraínu og hefur hann til að mynda sagt að ekki sé útilokað að Frakkland muni senda hermenn til Úkraínu. Forsetinn hefur þó ítrekað að hann telji ekki þörf á því að svo stöddu. Úkraínskir hermenn hafa sumir hverjir verið á víglínunni nánast linnulaust frá því Rússar hófu síðustu innrás þeirra í Úkraínu í febrúar 2022.Getty/Gian Marco Benedetto Macron vill meina að leiðtogar Evrópu eigi ekki að sýna Pútín veikleika og gera þurfi allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja að Rússar séu stöðvaðir. Sigur Rússa í Úkraínu ógni framtíðaröryggi allra Evrópubúa. „Ef Rússland vinnur þetta stríð, verður trúverðugleiki Evrópu enginn," sagði Macron í viðtali í vikunni. Hann sagði einnig að þeir leiðtogar sem tali fyrir takmörkunum á aðstoð til Úkraínu séu að velja ósigur. Of margir hefðu gert það og of oft og varaði hann aðra leiðtoga við því að vera „heiglar“. „Fyrir tveimur árum sögðumst við aldrei ætla að senda skriðdreka. Við gerðum það svo. Fyrir tveimur árum sögðumst við ekki ætla að senda eldflaugar. Við gerðum það.“ Macron hefur einnig sagt í vikunni að ljóst sé að ráðamenn í Rússlandi hafi ekki áhuga á að stöðva eftir sigur í Úkraínu „Ef við yfirgefum Úkraínumennm, ef við látum Úkraínumenn tapa þessu stríði, munu Rússar ógna Moldóvu, Rúmeníu, Póllandi,“ sagði Macron. Nú um helgina hefur hann fundað með þeim Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, og Donald Tusk, forseta Póllands, um hvernig ríkin þrjú geta aukið á stuðning til Úkraínu. Þar var meðal annars tilkynnt að frystar eigur Rússa yrðu notaðar til að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn. The reports of Weimar Triangle s death are greatly exaggerated. pic.twitter.com/9aPnEoKUcL— Donald Tusk (@donaldtusk) March 15, 2024 Hreyfingar í Bandaríkjunum Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum eru byrjaðir að reyna að þvinga Mike Johnson, þingforseta, til að halda atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Til þess þyrftu margir þingmenn flokkanna að taka höndum saman. Johnson sjálfur sagði á fimmtudaginn að hann ætti von á því að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hernaðaraðstoð á næstunni. Margir Repúblikanar hafa kallað eftir því en Johnson sagði að líklega yrði frumvarp lagt fram með þeim hætti að tveir þriðju þingmanna þyrftu að samþykkja það, samkvæmt frétt Politico. Hingað til hefur Johnson neitað að halda atkvæðagreiðslu um umfangsmikið frumvarp sem samið var af Demókrötum og Repúblikönum í öldungadeildinni. Það frumvarp inniheldur umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó auk hernaðaraðstoðar til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Margir Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Johnson segir nú að til greina komi að halda eingöngu atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínu annars vegar og Ísrael hinsvegar. Ekki liggur þó fyrir hvenær slík atkvæðagreiðsla geti farið fram. Ef vopnin fást, vantar menn Vopn þurfa, enn sem komið er, að vera borin eða þeim stýrt af mönnum. Úkraínski herinn þjáist af manneklu. Forsvarsmenn hersins hafa um nokkuð langt skeið kallað eftir herkvaðningu og segja að þörf sé á allt að fimm hundruð þúsund mönnum í herinn. Í yfirlýsingu sem varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti á samfélagsmiðlum í vikunni í kjölfar fréttar Financial Times um herkvaðningu og frumvarp um herkvaðningu sem virðist strandað í úkraínska þinginu, segir að Úkraínumenn átti sig á þeirri nauðsyn að verja land þeirra. Það sjáist bersýnilega í því að herinn hafi auglýst eftir fólki í nærri því átta þúsund sérhæfðar stöður og rúmlega níutíu þúsund umsóknir hafi borist. Þar segir einnig að ekki sé fullljóst að kveðja eigi allt að fimm hundruð þúsund manns í herinn. Það sé gróft mat og muni ekki gerast í einni herkvaðningu. Í yfirlýsingunni segir að unnið sé að því að styrkja herinn og þá sérstaklega með tilliti til þess að leysa af hólmi þá hermenn sem hafa barist nánast linnulaust frá upphafi innrásarinnar. Hlúð að særðum úkraínskum hermönnum í Dónetsk-héraði.EPA/VITALII NOSACH Í áðurnefndri grein FT segir að um þrú hundruð þúsund hermenn séu á víglínunni en um sjö hundruð þúsund aðrir þjóni öðrum hlutverkum. Fólk átti sig ekki á því af hverju svo sé. Í yfirlýsingu er bent á að nútímahernaður býður ekki upp á það að hafa alla hermenn á víglínunni. Hermenn þarf að fæða, klæða, þjálfa og margt fleira. Það þarf að skipuleggja aðgerðir, flytja skotfæri og menn, laga vopn og farartæki, smíða vopn og ýmislegt annað. Á ensku kallast þetta hugtak „tooth to tail ratio“ sem vísar til þess hversu stórt hlutfall herja berst á móti því hversu margir hermenn styðja þá sem berjast. Þetta hlutfall er mismunandi milli herja en ólíklegt er að finna megi her á jörðinni í dag þar sem þeir hermenn sem berjast eru fleiri en þeir sem styðja þá. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja þó að verið sé að skoða nýtingu herafla í landinu og sú rannsókn sé enn yfirstandandi. Reyna að hvíla hermenn Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í vikunni að byrjað væri að skipta út hersveitum á víglínunni en það hefur að undanförnu verið mikið vandamál fyrir Úkraínumenn. Í einföldu máli sagt, þá tekur það á fyrir hermenn að vera á víglínunni. Reynt er að flytja hermenn af línunni og hvíla þá reglulega og þá eru aðrir hermenn sendir í staðinn. Þetta hefur gengið erfiðlega fyrir Úkraínumenn vegna áðurnefndrar manneklu og hafa margir hermenn þurft að vera lengi á víglínunni. Sirskí tók þó ekki fram hvaða hersveitir væri um að ræða né hve umfangsmiklar þessar aðgerðir væru. Þetta er til marks um að hægt hafi á sókn Rússa en erfitt er að skipta út hersveitum sem eiga í átökum. Þá vonast Úkraínumenn til þess að þetta muni styrkja varnir þeirra og veita þeim aðgang að hvíldu varaliði sem hægt sé að senda þangað þar sem hart er barist. Úkraínskur landgönguliði á leið á víglínuna.Getty/Gian Marco Benedetto Birti sína eigin friðarformúlu Dimítrí Medvedev, fyrrverandi forseti, fyrrverandi forsætisráðherra og varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, birti á Telegramsíðu sinni í vikunni svokallaða friðarformúlu til að binda enda á átökin í Úkraínu. Í einföldu máli snýst formúla hans um algjöra uppgjöf Úkraínu, að ríkið greiði Rússum „skaðabætur“ og verði innlimað í rússneska sambandsríkið, eftir „afnasistavæðingu“. Þessa formúlu birti Medvedev sem svar við friðarformúlu Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Lýsti hann sinni formúlu sem auðveldu leiðinni og málamiðlun. Þetta væri eina leiðin til að taka upp venjuleg samskipti við alþjóðasamfélagið á nýjan leik. Þetta var eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í viðtali að hann hefði lítinn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínumenn. Forsetinn tók fram að það að hefja viðræður á þessum tímapunkti, þar sem Úkraínumenn eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, væri „fáránlegt“. Kröfur Medvedev eru ekki nýjar af nálinni og þykja tákna ætlanir Rússa í Úkraínu frá upphafi. Að úkraínski herinn verði leystur upp, ný ríkisstjórn sem verði hliðholl Rússlandi verði mynduð í Kænugarði og Úkraína verði innlimuð í Rússland. Í ritgerði sem Pútín skrifaði árið 2021 lagði hann þessar línur. Þar skrifaði hann að stofnun Úkraínu hefðu verið mistök og að Úkraínumenn og Rússar væru ein og sama þjóðin. Undanfarin ár hefur Pútín gefið nokkrar ástæður fyrir innrásinni í Úkraínu. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Pútín og aðrir rússneskir ráðamenn hafa ítrekað lagt grunninn að því að Úkraína verði innlimuð. Rússneskir hermenn við þjálfun í austurhluta Úkraínu.EPA/ALESSANDRO GUERRA Sagður ætla að taka til eftir kosningar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun eftir kosningarnar sem hann mun vinna um helgina, nota þær til að tryggja stöðu sína enn frekar. Setja allar auðlindir Rússlands í stríðsreksturinn í Úkraínu og herja enn frekar á andstæðinga sína innanlands og koma frekari böndum á „elítu“ Rússlands. Another person detained for pouring dye into a ballot box, this time in Yekaterinburg https://t.co/9cSjwtKGN1 pic.twitter.com/2U9sbfDrKs— Francis Scarr (@francis_scarr) March 16, 2024 Í umfangsmikilli umfjöllun Guardian, þar sem rætt var við rússneska embættismenn, núverandi og fyrrverandi, segir að Pútín sé staðráðinn í að halda stríðsrekstrinum áfram lengur en bakhjarlar Úkraínu hafa vilja til að styðja Úkraínumenn. Þar segir enn fremur að aðrir Rússar standi eingöngu fyrir slæmum valkostum. Pútín hafi málað rússnesku þjóðina út í horn. Hergagnaverksmiðjur Rússlands eru keyrðar allan sólarhringinn. Talið er að ríkið verji um 7,5 prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, samkvæmt formlegri skilgreiningu, og heimildarmenn Guardian segja að það muni eingöngu aukast á komandi árum. Einn innanbúðamaður úr hergagnaiðnaði Rússlands lýsti ástandinu sem „varandi fasa“ og ástandið muni vera með þessum hætti í mörg ár. Framleiðslan ofmetin? Það hvort Rússar geti haldið framleiðslu af þessu umfangi áfram til lengdar er ekki ljóst. Greinendur og embættismenn á Vesturlöndum segja framleiðslutölur frá Rússlandi óáreiðanlegar og ýmislegt bendi til þess að Rússa skorti hæft vinnuafl og að gæði hergagna hafi versnað. Þá telja einhverjir að í framleiðslutölum Rússa séu gamlir bryn- og skriðdrekar sem teknir eru úr geymlsum og uppfærðir eða hreinlega gerðir gangfærðir, teknir með í tölfræðina. Samkvæmt greiningu Wall Street Journal er einnig útlit fyrir að þessi aukna framleiðsla dragi auðlindir frá öðrum öngum rússneska hagkerfisins. Að endingu gætu Rússar þurft að reiða sig frekar á aðstoð frá Kína, Norður-Kóreu og Íran. Í grein WSJ segir að um 21 prósent allra fjárútláta rússneska ríkisins hafi farið til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Árið 2020 hafi hlutfallið verið fjórtán prósent og á þessu ári eigi það að fara yfir 29 prósent. Sérfræðingar NATO eru sagðir áætla að Rússar geti haldið þessari framleiðslu áfram í tvö til fimm ár. Sama hver framleiðslan er þykir nokkuð ljóst að hún heldur ekki í við það hve miklu magni skrið- og bryndreka Rússar hafa misst í Úkraínu. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ áætlar að Rússar hafi tekið að minnsta kosti tólf hundruð gamla skriðdreka úr geymslu í fyrra. Rússar hafa meðal ananrs sést nota T-55 skriðdreka í Úkraínu, en þeir voru framleiddir í Sovétríkjunum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir að um þessar mundir séu mestallir skrið- og bryndrekar sem Rússar noti í Úkraínu gamlir og hafi verið teknir úr gömlum geymslum. Þessar birgðir munu á endanum klárast og að Rússar geti hæplega fyllt í skarðið með eigin framleiðslu. The issue is primarily rate of replacement and force generation. Most of the Russian kit being deployed is being pulled out of stocks, steadily eating through its Soviet inheritance. See T-55s employed as battle taxis in some cases.— Michael Kofman (@KofmanMichael) March 11, 2024 Bryn- og skriðdrekar eru nauðsynlegir til árása í Úkraínu. Fótgöngulið er of berskjaldað fyrir stórskotaliðs- og drónaárásum án þeirra. Hér að neðan má sjá myndband frá Úkraínu sem birt var í vikunni og sýnir bersýnilega hve berskjaldað óvarið fótgöngulið getur verið. Myndbandið getur vakið óhug. Russian BTR with the "Farsh-M1" dynamic meat armour system tried to attack in the Avdiivka direction, but was destroyed by Ukrainian forces with FPV drone. pic.twitter.com/81aGCAxRjH— Cloooud | (@GloOouD) March 15, 2024 Breytingar á menntakerfi Rússlands Pútín hefur einnig kallað eftir breytingum á skólakerfi Rússlands og ýtt verði undir föðurlandsást í skólum. Pútín sagði í febrúar að ríkið þyrfti fleira fólk sem elskaði föðurland þeirra og væri tilbúið til að fórna fyrir það. Nú hefur hann beðið forsætisráðherra sinn og innanríkisráðherra um að undirbúa umfangsmiklar breytingar á kennslu barna. Þessari breyttu kennslu er ætlað að auka samstöðu rússnesku þjóðarinnar og byggja kennsluáætlun á hefðbundnum rússneskum gildum, samkvæmt frétt Moscow Times. 71 árs mannréttindafrömuðu boðið frelsi úr fangelsi fyrir herþjónustu Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns gripið til harðra aðgerða gegn frjálsum fjölmiðlum, hjálparsamtökum og annars konar samtökum sem berjast fyrir lýðræði eða auknu frelsi. Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands var dæmdur í sjö ára fangelsi í febrúar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Hinn 71 árs gamli Oleg Orlov hafði gagnrýnt innrásina í Úkraínu. Hann var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022 en ári áður hafði forsvarsmönnum samtakanna verið gert að slíta rekstri. Fregnir hafa nú borist af því að Orlov hafi verið færður milli fangelsa í Rússlandi og að honum hafi verið boðið frelsi fyrir herþjónustu í Rússlandi. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00 Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Þrátt fyrir skotfæraleysi Úkraínumanna sýnir myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum að Rússar hafa orðið fyrir töluverðu mannfalli og misst mikið magn skrið- og bryndreka. Þetta skotfæraleysi í samblandi við manneklu Úkraínumanna gæti á endanum leitt til þess að eitthvað gefi eftir og að Úkraínumenn þurfi að hörfa undan Rússum. Úkraínumenn vinna að byggingu umfangsmikilla varnarvirkja víðsvegar í austurhluta landsins og er það í raun í fyrsta sinn sem það er gert með þessum hætti. Hér að neðan, á kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war má sjá hvar helstu bardagar síðustu vikna hafa farið fram. Russian forces likely captured Tonenke (west of Avdiivka) and Nevelske (southwest of Avdiivka) no later than March 16. (1/3) https://t.co/VvpENPKeZX pic.twitter.com/HfrlrFW4AK— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) March 17, 2024 Árásir í Rússlandi Undanfarna viku hafa hópar rússneskra manna sem berjast með Úkraínumönnum gert árásir í Rússlandi. Forsvarsmenn hópanna sem kallast „Frjálst Rússland hersveitin“, „Síberíska herfylkið“ og „Rússneska sjálfboðaliðasveitin“ segja markmið þeirra vera að frelsa rússnesku þjóðina undan oki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hóparnir hafa nokkrum sinnum gert áhlaup á Rússa í Belgorod-héraði en átökin hafa að þessu sinni verið harðari en áður. Þau hafa bæði náð til Belgorod og Kúrsk og hafa hóparnir notað herþylur til að lenda hermönnum innan landamæra Rússlands. Democratic Russian forces from "RDK" took over 2 dozen P.O.W.s in Belgorod Oblast, their leader states, refuting claims made by the official MoD about the destruction of the group. pic.twitter.com/2LorJwN7og— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 16, 2024 Ríkisstjóri Belgorod lýsti því yfir í vikunni að verslunarmiðstöðvum yrði lokað og kallaði hann eftir því að íbúar ferðuðust ekki að óþörfu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagmiðlum gefur þó til kynna að margir Rússar hafi flúið frá svæðinu. Enn sem komið er er þó enn nokkuð óljóst hvort áhlaup þessi hafi skilað árangri. Myndefni sem rússneskir herbloggarar hafa birt gefur til kynna að sjálfboðaliðarnir hafi orðið fyrir töluverðu mannfalli. Rússar segjast hafa varist áhlaupunum en markmiðið með þeim er líklega að reyna að draga athygli rússneska hersins frá víglínunni í austurhluta Úkraínu. Herbloggarar hafa gagnrýnt forsvarsmenn hersins fyrir þá ákvörðun að hörfa alveg yfir landamærin þegar rússneski herinn hörfaði frá Kænugarði vorið 2022. Kallað hefur verið eftir því að herinn myndi fjörutíu kílómetra breitt öryggissvæði innan Úkraínu. Til þess þyrfti herinn að gera nýja innrás úr norðri. Sjálfsprengidrónaárásir á olíuvinnslur Úkraínumenn hafa á undanförnum dögum gert nokkuð umfangsmiklar drónaárásir í Rússlandi. Árásirnar hafa sérstaklega beins að olíuiðnaði Rússlands og hafa sprengingar orði í nokkrum olíuvinnslustöðvum víðsvegar um landið. Í einu tilfelli var gerð drónaárás á vinnslustöðu í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Videos from Russian Telegram channels of a UAV attack on an oil refinery in Ryazan. https://t.co/wLQT3VadFYhttps://t.co/3z5m9mnVv5https://t.co/44LvjWujwbhttps://t.co/T1FtASs9rM pic.twitter.com/y4rmPf8ce1— Rob Lee (@RALee85) March 13, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í fyrra að mikið púður hefði verið lagt í þróun nýrra sjálfsprengidróna sem hægt væri að nota til árása í allt að sjö hundruð kílómetra fjarlægð. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn væntanlega notað slíka dróna til fjölmargra árása í Rússlandi. Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Russian forces likely captured Tonenke (west of Avdiivka) and Nevelske (southwest of Avdiivka) no later than March 16. (1/3) https://t.co/VvpENPKeZX pic.twitter.com/HfrlrFW4AK— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) March 17, 2024 „Dráps-keðjan“ líklega stytt Rússar virðast ná betri árangri í árásum bakvið víglínuna. Þetta hefur að hluta til verið rakið til skorts á skotfærum fyrir loftvarnarkerfi, samhliða aukinni notkunar Rússa á eftirlitsdrónum. Rússar hafa þar að auki líklega bætt hina svokölluðu „dráps-keðju“. Það eru þær boðleiðir sem skipanir þurfa að fara í tilfellum eins og þeim þegar hermaður notar dróna til að finna skotmark fyrir stórskotalið eða eldflaugar og hve langur tími líður þar til árásin er gerð. „Dráps-keðja“ rússneska hersins hefur undanfarið tvö ár verið nokkuð löng, ef svo má að segja, og hefur þeim oft gengið illa að nýta tækifæri þegar skotmörk finnast. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Til marks um þessa þróun má vísa til þess að á undanförnum vikum hafa Rússar birt drónamyndbönd af árásum á HIMARS-eldflaugakerfi, það fyrsta sem vitað er til að Rússum hafi tekist að granda, og á Archer-stórskotaliðsvopn. Sjá einnig: Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið Þá birtu Rússar einnig nýverið myndband af stórskotaliðs- og eldflaugaárás á þrjár herþyrlur. Talið er að árásin hafi verið gerð um 45 kílómetra fyrir aftan víglínuna. The Russian Ministry of Defense publishes footage of three Ukrainian Mil Mi-8(?) helicopters being targeted. First by cluster munitions after which two were finished off with guided missiles.Date and exact location are unknown but this is a pretty big confirmed loss. pic.twitter.com/lM459UPDCq— NOELREPORTS (@NOELreports) March 13, 2024 Skutu tvisvar á Odessa Rússar skutu eldflaugum á borgina Odessa, við strendur Svartahafs, á föstudaginn. Það hafa þeir ítrekað gert frá upphafi innrásarinnar en þessi árás var nokkuð frábrugðin. Eftir að eldflaugar lentu á borginni og minnst fjórtán borgarar féllu, bar sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn að garði og unnu þeir að því að bjarga fólki. Þegar þeir voru komnir á vettvang lentu fleiri eldflaugar. Sjá einnig: Sorgardagur í Odessa Að minnsta kosti tveir til viðbótar dóu og er tugir sagðir hafa særst. Eight people killed, including two rescue workers, and 20 injured in today s double-tap Russian missile strike on Odesa. Ukrainians are dying because the country is running out of air-defense interceptors. https://t.co/YWuoAM4nkG— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 15, 2024 Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Reyna að fylla upp í skarðið Eins og ítrekað hefur komið fram á undanförnum vikum skortir Úkraínumenn skotfæri og þá sérstaklega fyrir stórskotalið, auk loftvarnarkerfa. Þessi skortur hefur að miklu leyti verið rakinn til þess að hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum hefur setið fast í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa neitað að halda atkvæðagreiðslu um frumvörp um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Sjá einnig: Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þó í vikunni að senda ætti um þrjú hundruð milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Úkraínskir hermenn skjóta á rússneska hermenn úr D-30 fallbyssu nærri víglínunni í Dónetsk.AP/Efrem Lukatsky Þá kynntu yfirvöld í Danmörku að senda ætti skotfæri og fallbyssur til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Aðrir bakhjarlar Úkraínumanna hafa reynt að fylla upp í skarðið sem Bandaríkjamenn hafa skilið eftir sig og ríki Evópu vinna að því að auka framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Grikklandi tilkynntu á föstudaginn að þeir ætluðu að senda mikið magn skotfæra fyrir riffla til Úkraínu og sjötíu fallbyssur af gerðinni M114A1. Macron sendir öðrum leiðtogum tóninn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefure gengið nokkuð hart á aðra bakhjarla Úkraínu á undanförnum vikum. Hann hefur varað aðra þjóðarleiðtoga við því að setja sér óumbeiðnir rauðar línur. Taka eigi ekkert af borðinu þegar kemur að hernaðaraðstoð til Úkraínu og hefur hann til að mynda sagt að ekki sé útilokað að Frakkland muni senda hermenn til Úkraínu. Forsetinn hefur þó ítrekað að hann telji ekki þörf á því að svo stöddu. Úkraínskir hermenn hafa sumir hverjir verið á víglínunni nánast linnulaust frá því Rússar hófu síðustu innrás þeirra í Úkraínu í febrúar 2022.Getty/Gian Marco Benedetto Macron vill meina að leiðtogar Evrópu eigi ekki að sýna Pútín veikleika og gera þurfi allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja að Rússar séu stöðvaðir. Sigur Rússa í Úkraínu ógni framtíðaröryggi allra Evrópubúa. „Ef Rússland vinnur þetta stríð, verður trúverðugleiki Evrópu enginn," sagði Macron í viðtali í vikunni. Hann sagði einnig að þeir leiðtogar sem tali fyrir takmörkunum á aðstoð til Úkraínu séu að velja ósigur. Of margir hefðu gert það og of oft og varaði hann aðra leiðtoga við því að vera „heiglar“. „Fyrir tveimur árum sögðumst við aldrei ætla að senda skriðdreka. Við gerðum það svo. Fyrir tveimur árum sögðumst við ekki ætla að senda eldflaugar. Við gerðum það.“ Macron hefur einnig sagt í vikunni að ljóst sé að ráðamenn í Rússlandi hafi ekki áhuga á að stöðva eftir sigur í Úkraínu „Ef við yfirgefum Úkraínumennm, ef við látum Úkraínumenn tapa þessu stríði, munu Rússar ógna Moldóvu, Rúmeníu, Póllandi,“ sagði Macron. Nú um helgina hefur hann fundað með þeim Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, og Donald Tusk, forseta Póllands, um hvernig ríkin þrjú geta aukið á stuðning til Úkraínu. Þar var meðal annars tilkynnt að frystar eigur Rússa yrðu notaðar til að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn. The reports of Weimar Triangle s death are greatly exaggerated. pic.twitter.com/9aPnEoKUcL— Donald Tusk (@donaldtusk) March 15, 2024 Hreyfingar í Bandaríkjunum Bandarískir þingmenn úr báðum flokkum eru byrjaðir að reyna að þvinga Mike Johnson, þingforseta, til að halda atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Til þess þyrftu margir þingmenn flokkanna að taka höndum saman. Johnson sjálfur sagði á fimmtudaginn að hann ætti von á því að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hernaðaraðstoð á næstunni. Margir Repúblikanar hafa kallað eftir því en Johnson sagði að líklega yrði frumvarp lagt fram með þeim hætti að tveir þriðju þingmanna þyrftu að samþykkja það, samkvæmt frétt Politico. Hingað til hefur Johnson neitað að halda atkvæðagreiðslu um umfangsmikið frumvarp sem samið var af Demókrötum og Repúblikönum í öldungadeildinni. Það frumvarp inniheldur umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó auk hernaðaraðstoðar til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Margir Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Johnson segir nú að til greina komi að halda eingöngu atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínu annars vegar og Ísrael hinsvegar. Ekki liggur þó fyrir hvenær slík atkvæðagreiðsla geti farið fram. Ef vopnin fást, vantar menn Vopn þurfa, enn sem komið er, að vera borin eða þeim stýrt af mönnum. Úkraínski herinn þjáist af manneklu. Forsvarsmenn hersins hafa um nokkuð langt skeið kallað eftir herkvaðningu og segja að þörf sé á allt að fimm hundruð þúsund mönnum í herinn. Í yfirlýsingu sem varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti á samfélagsmiðlum í vikunni í kjölfar fréttar Financial Times um herkvaðningu og frumvarp um herkvaðningu sem virðist strandað í úkraínska þinginu, segir að Úkraínumenn átti sig á þeirri nauðsyn að verja land þeirra. Það sjáist bersýnilega í því að herinn hafi auglýst eftir fólki í nærri því átta þúsund sérhæfðar stöður og rúmlega níutíu þúsund umsóknir hafi borist. Þar segir einnig að ekki sé fullljóst að kveðja eigi allt að fimm hundruð þúsund manns í herinn. Það sé gróft mat og muni ekki gerast í einni herkvaðningu. Í yfirlýsingunni segir að unnið sé að því að styrkja herinn og þá sérstaklega með tilliti til þess að leysa af hólmi þá hermenn sem hafa barist nánast linnulaust frá upphafi innrásarinnar. Hlúð að særðum úkraínskum hermönnum í Dónetsk-héraði.EPA/VITALII NOSACH Í áðurnefndri grein FT segir að um þrú hundruð þúsund hermenn séu á víglínunni en um sjö hundruð þúsund aðrir þjóni öðrum hlutverkum. Fólk átti sig ekki á því af hverju svo sé. Í yfirlýsingu er bent á að nútímahernaður býður ekki upp á það að hafa alla hermenn á víglínunni. Hermenn þarf að fæða, klæða, þjálfa og margt fleira. Það þarf að skipuleggja aðgerðir, flytja skotfæri og menn, laga vopn og farartæki, smíða vopn og ýmislegt annað. Á ensku kallast þetta hugtak „tooth to tail ratio“ sem vísar til þess hversu stórt hlutfall herja berst á móti því hversu margir hermenn styðja þá sem berjast. Þetta hlutfall er mismunandi milli herja en ólíklegt er að finna megi her á jörðinni í dag þar sem þeir hermenn sem berjast eru fleiri en þeir sem styðja þá. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja þó að verið sé að skoða nýtingu herafla í landinu og sú rannsókn sé enn yfirstandandi. Reyna að hvíla hermenn Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í vikunni að byrjað væri að skipta út hersveitum á víglínunni en það hefur að undanförnu verið mikið vandamál fyrir Úkraínumenn. Í einföldu máli sagt, þá tekur það á fyrir hermenn að vera á víglínunni. Reynt er að flytja hermenn af línunni og hvíla þá reglulega og þá eru aðrir hermenn sendir í staðinn. Þetta hefur gengið erfiðlega fyrir Úkraínumenn vegna áðurnefndrar manneklu og hafa margir hermenn þurft að vera lengi á víglínunni. Sirskí tók þó ekki fram hvaða hersveitir væri um að ræða né hve umfangsmiklar þessar aðgerðir væru. Þetta er til marks um að hægt hafi á sókn Rússa en erfitt er að skipta út hersveitum sem eiga í átökum. Þá vonast Úkraínumenn til þess að þetta muni styrkja varnir þeirra og veita þeim aðgang að hvíldu varaliði sem hægt sé að senda þangað þar sem hart er barist. Úkraínskur landgönguliði á leið á víglínuna.Getty/Gian Marco Benedetto Birti sína eigin friðarformúlu Dimítrí Medvedev, fyrrverandi forseti, fyrrverandi forsætisráðherra og varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, birti á Telegramsíðu sinni í vikunni svokallaða friðarformúlu til að binda enda á átökin í Úkraínu. Í einföldu máli snýst formúla hans um algjöra uppgjöf Úkraínu, að ríkið greiði Rússum „skaðabætur“ og verði innlimað í rússneska sambandsríkið, eftir „afnasistavæðingu“. Þessa formúlu birti Medvedev sem svar við friðarformúlu Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Lýsti hann sinni formúlu sem auðveldu leiðinni og málamiðlun. Þetta væri eina leiðin til að taka upp venjuleg samskipti við alþjóðasamfélagið á nýjan leik. Þetta var eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í viðtali að hann hefði lítinn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínumenn. Forsetinn tók fram að það að hefja viðræður á þessum tímapunkti, þar sem Úkraínumenn eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, væri „fáránlegt“. Kröfur Medvedev eru ekki nýjar af nálinni og þykja tákna ætlanir Rússa í Úkraínu frá upphafi. Að úkraínski herinn verði leystur upp, ný ríkisstjórn sem verði hliðholl Rússlandi verði mynduð í Kænugarði og Úkraína verði innlimuð í Rússland. Í ritgerði sem Pútín skrifaði árið 2021 lagði hann þessar línur. Þar skrifaði hann að stofnun Úkraínu hefðu verið mistök og að Úkraínumenn og Rússar væru ein og sama þjóðin. Undanfarin ár hefur Pútín gefið nokkrar ástæður fyrir innrásinni í Úkraínu. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Pútín og aðrir rússneskir ráðamenn hafa ítrekað lagt grunninn að því að Úkraína verði innlimuð. Rússneskir hermenn við þjálfun í austurhluta Úkraínu.EPA/ALESSANDRO GUERRA Sagður ætla að taka til eftir kosningar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun eftir kosningarnar sem hann mun vinna um helgina, nota þær til að tryggja stöðu sína enn frekar. Setja allar auðlindir Rússlands í stríðsreksturinn í Úkraínu og herja enn frekar á andstæðinga sína innanlands og koma frekari böndum á „elítu“ Rússlands. Another person detained for pouring dye into a ballot box, this time in Yekaterinburg https://t.co/9cSjwtKGN1 pic.twitter.com/2U9sbfDrKs— Francis Scarr (@francis_scarr) March 16, 2024 Í umfangsmikilli umfjöllun Guardian, þar sem rætt var við rússneska embættismenn, núverandi og fyrrverandi, segir að Pútín sé staðráðinn í að halda stríðsrekstrinum áfram lengur en bakhjarlar Úkraínu hafa vilja til að styðja Úkraínumenn. Þar segir enn fremur að aðrir Rússar standi eingöngu fyrir slæmum valkostum. Pútín hafi málað rússnesku þjóðina út í horn. Hergagnaverksmiðjur Rússlands eru keyrðar allan sólarhringinn. Talið er að ríkið verji um 7,5 prósentum af landsframleiðslu til varnarmála, samkvæmt formlegri skilgreiningu, og heimildarmenn Guardian segja að það muni eingöngu aukast á komandi árum. Einn innanbúðamaður úr hergagnaiðnaði Rússlands lýsti ástandinu sem „varandi fasa“ og ástandið muni vera með þessum hætti í mörg ár. Framleiðslan ofmetin? Það hvort Rússar geti haldið framleiðslu af þessu umfangi áfram til lengdar er ekki ljóst. Greinendur og embættismenn á Vesturlöndum segja framleiðslutölur frá Rússlandi óáreiðanlegar og ýmislegt bendi til þess að Rússa skorti hæft vinnuafl og að gæði hergagna hafi versnað. Þá telja einhverjir að í framleiðslutölum Rússa séu gamlir bryn- og skriðdrekar sem teknir eru úr geymlsum og uppfærðir eða hreinlega gerðir gangfærðir, teknir með í tölfræðina. Samkvæmt greiningu Wall Street Journal er einnig útlit fyrir að þessi aukna framleiðsla dragi auðlindir frá öðrum öngum rússneska hagkerfisins. Að endingu gætu Rússar þurft að reiða sig frekar á aðstoð frá Kína, Norður-Kóreu og Íran. Í grein WSJ segir að um 21 prósent allra fjárútláta rússneska ríkisins hafi farið til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Árið 2020 hafi hlutfallið verið fjórtán prósent og á þessu ári eigi það að fara yfir 29 prósent. Sérfræðingar NATO eru sagðir áætla að Rússar geti haldið þessari framleiðslu áfram í tvö til fimm ár. Sama hver framleiðslan er þykir nokkuð ljóst að hún heldur ekki í við það hve miklu magni skrið- og bryndreka Rússar hafa misst í Úkraínu. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ áætlar að Rússar hafi tekið að minnsta kosti tólf hundruð gamla skriðdreka úr geymslu í fyrra. Rússar hafa meðal ananrs sést nota T-55 skriðdreka í Úkraínu, en þeir voru framleiddir í Sovétríkjunum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir að um þessar mundir séu mestallir skrið- og bryndrekar sem Rússar noti í Úkraínu gamlir og hafi verið teknir úr gömlum geymslum. Þessar birgðir munu á endanum klárast og að Rússar geti hæplega fyllt í skarðið með eigin framleiðslu. The issue is primarily rate of replacement and force generation. Most of the Russian kit being deployed is being pulled out of stocks, steadily eating through its Soviet inheritance. See T-55s employed as battle taxis in some cases.— Michael Kofman (@KofmanMichael) March 11, 2024 Bryn- og skriðdrekar eru nauðsynlegir til árása í Úkraínu. Fótgöngulið er of berskjaldað fyrir stórskotaliðs- og drónaárásum án þeirra. Hér að neðan má sjá myndband frá Úkraínu sem birt var í vikunni og sýnir bersýnilega hve berskjaldað óvarið fótgöngulið getur verið. Myndbandið getur vakið óhug. Russian BTR with the "Farsh-M1" dynamic meat armour system tried to attack in the Avdiivka direction, but was destroyed by Ukrainian forces with FPV drone. pic.twitter.com/81aGCAxRjH— Cloooud | (@GloOouD) March 15, 2024 Breytingar á menntakerfi Rússlands Pútín hefur einnig kallað eftir breytingum á skólakerfi Rússlands og ýtt verði undir föðurlandsást í skólum. Pútín sagði í febrúar að ríkið þyrfti fleira fólk sem elskaði föðurland þeirra og væri tilbúið til að fórna fyrir það. Nú hefur hann beðið forsætisráðherra sinn og innanríkisráðherra um að undirbúa umfangsmiklar breytingar á kennslu barna. Þessari breyttu kennslu er ætlað að auka samstöðu rússnesku þjóðarinnar og byggja kennsluáætlun á hefðbundnum rússneskum gildum, samkvæmt frétt Moscow Times. 71 árs mannréttindafrömuðu boðið frelsi úr fangelsi fyrir herþjónustu Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns gripið til harðra aðgerða gegn frjálsum fjölmiðlum, hjálparsamtökum og annars konar samtökum sem berjast fyrir lýðræði eða auknu frelsi. Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands var dæmdur í sjö ára fangelsi í febrúar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Hinn 71 árs gamli Oleg Orlov hafði gagnrýnt innrásina í Úkraínu. Hann var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022 en ári áður hafði forsvarsmönnum samtakanna verið gert að slíta rekstri. Fregnir hafa nú borist af því að Orlov hafi verið færður milli fangelsa í Rússlandi og að honum hafi verið boðið frelsi fyrir herþjónustu í Rússlandi.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00 Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Sjá meira
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu. 7. mars 2024 08:00
Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent