„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51