„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 08:51 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gefur lítið fyrir gagnrýni Sjálfstæðisoddvitanna. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hugmyndafræðilegur flótti Heiða Björg segir að henni sýnist stjórnarmenn í sambandinu vera á flótta á undan eigin ákvörðunum. Það sé alveg ljóst og sjáist í fundargerðum sambandsins að ákvörðun um að fallast á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hafi verið tekin einróma í stjórn SÍS. Fáar ákvarðanir hafi verið teknar eftir jafnmikið samráð „Mig grunar að Sjálfstæðismenn séu á einhverjum hugmyndafræðilegum flótta frá ákvörðun sinni í ríkisstjórn, að óska eftir þessu, og staðfesta það í stjórn. Ef þeir vilja kenna mér um það, þá bara verða þeir að gera það. Ég held að friður á vinnumarkaði sé mikilvægari.“ Öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum við bókuninni Meðal þess sem segir í opnu bréfi Sjálfstæðismannanna er að Heiða Björg hafi ekki starfað eftir samþykkt stjórnar sambandsins um að hún óskaði eftir því að ríkisvaldið leitaði nýrra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Þá hafi hún ekki kynnt samþykktina fyrir aðilum vinnumarkaðar. Heiða Björg gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég held að öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við þessari bókun. Það voru ekki góð viðbrögð, ekki mjög jákvæð.“ Viðtal við Heiðu Björg í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Hún kemur einnig inn á þing SÍS, sem hefst í dag og verður sýnt frá hér á Vísi. Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Bítið Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gefur lítið fyrir gagnrýni Sjálfstæðisoddvitanna. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hugmyndafræðilegur flótti Heiða Björg segir að henni sýnist stjórnarmenn í sambandinu vera á flótta á undan eigin ákvörðunum. Það sé alveg ljóst og sjáist í fundargerðum sambandsins að ákvörðun um að fallast á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hafi verið tekin einróma í stjórn SÍS. Fáar ákvarðanir hafi verið teknar eftir jafnmikið samráð „Mig grunar að Sjálfstæðismenn séu á einhverjum hugmyndafræðilegum flótta frá ákvörðun sinni í ríkisstjórn, að óska eftir þessu, og staðfesta það í stjórn. Ef þeir vilja kenna mér um það, þá bara verða þeir að gera það. Ég held að friður á vinnumarkaði sé mikilvægari.“ Öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum við bókuninni Meðal þess sem segir í opnu bréfi Sjálfstæðismannanna er að Heiða Björg hafi ekki starfað eftir samþykkt stjórnar sambandsins um að hún óskaði eftir því að ríkisvaldið leitaði nýrra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Þá hafi hún ekki kynnt samþykktina fyrir aðilum vinnumarkaðar. Heiða Björg gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég held að öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við þessari bókun. Það voru ekki góð viðbrögð, ekki mjög jákvæð.“ Viðtal við Heiðu Björg í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Hún kemur einnig inn á þing SÍS, sem hefst í dag og verður sýnt frá hér á Vísi.
Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Bítið Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04
Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24