BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 07:00 Sigurður Hjörtur Þrastarson er kominn alla leið upp í annað sætið með íslensku strákanna. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games CrossFit Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira