Sala Ingu Lindar á fyrrum einbýlishúsi sínu að Mávanesi í Garðabæ hefur vakið mikla athygli. Húsið byggði hún með fyrrverandi eiginmanni sínum Árna Haukssyni fjárfesti. Húsið fór á 850 milljónir íslenskra króna.
Finnur er landeigandi að Stóru-Laxá og hefur undanfarin ár verið leigutaki að ánni. Þar hefur hann staðið fyrir uppbyggingu við ána og ræddi meðal annars við Vísi í haust um áhyggjur sínar af laxadrápi á veiðisvæði Iðu.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur farið vel á með þeim Ingu Lind og Finni undanfarnar vikur. Bæði eru þau enda öllum hnútum kunnug þegar kemur að atvinnulífinu og deila miklum áhuga á stangveiði. Til þeirra sást saman á Kjarval síðustu helgi svo athygli vakti.