Borgarstrákur en spenntur fyrir ævintýri á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:31 William Eskelinen hefur meðal annars varið mark AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sínum ferli. Getty/Jan Christensen Markvörðurinn William Eskelinen hafnaði tilboðum frá Skandinavíu og fleiri stöðum í Evrópu áður en þessi 27 ára Svíi ákvað að samþykkja tilboð frá Ísfirðingum og spila fyrir Vestra. Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen. Besta deild karla Vestri Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann