Borgarstrákur en spenntur fyrir ævintýri á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:31 William Eskelinen hefur meðal annars varið mark AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sínum ferli. Getty/Jan Christensen Markvörðurinn William Eskelinen hafnaði tilboðum frá Skandinavíu og fleiri stöðum í Evrópu áður en þessi 27 ára Svíi ákvað að samþykkja tilboð frá Ísfirðingum og spila fyrir Vestra. Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen. Besta deild karla Vestri Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn