Lífið

„Við erum með ansi mis­munandi hæfi­leika“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason kynntust fyrir tæpum tuttugu árum.
Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason kynntust fyrir tæpum tuttugu árum. Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði einlæga færslu á Facebook um hjónaband hennar og Gunnars Sigvaldasonar í tilefni af 46 ára afmæli hans. Hjónin kynntust fyrir tæpum tuttugu árum.

Katrín segir þau Gunnar vegi hvort annað upp þrátt fyrir að þau hafi tekist á um stórt og smátt í gegnum tíðina.

„Í ár verða tutt­ugu ár síðan ég kynnt­ist þess­um manni sem á ein­mitt af­mæli í dag. Við höf­um tek­ist á síðan um stórt og smátt en al­mennt höf­um við það nokkuð gott saman.

Þetta er samt ekki tóm gleði og viðhorf okkar eru vægast sagt ólík til ýmissa hluta. Og við erum með ansi mismunandi hæfileika. Hann er til dæmis borgarmaður sem ratar hvar sem hann kemur í útlöndum á meðan ég geng um með hausinn grafinn ofan í pappírskort (sem honum finnst mjög mikil 20. öld) og er algjörlega áttavillt,“ segir Katrín í færslunni. 

Taflið snýst við heima

„Hér heima snýst taflið við þar sem ég er jafn áttavillt en hef lagt flest veganúmer á minnið á mörgum ferðum. Man eftir einu sumarfríi þar sem ég var að tala við Þórólf sóttvarnalækni í síma (og var með hugann algjörlega við símtalið) og minn maður keyrði langleiðina niður í Fjarðabyggð þegar leiðin lá á Borgarfjörð eystri. 

En þetta heitir að vega hvort annað upp,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.