Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 22:11 Eldgosin þrjú frá því í desember hafa öll brotist upp á Sundhnúksgígaröðinni. Vísir Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48