Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2024 16:50 Auk stórskotaliðsvopna eru Danir að senda sprengjuvörpur og skotfæri til Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. Samkvæmt heimildum Reuters byggir pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Óljóst er hvað verður í pakkanum, ef svo má að orði komast, en samkvæmt Reuters stendur til að opinbera hann seinna í dag. Blaðamenn Politico hafa þó heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn ætli meðal annars að senda svokallaðar ATACMS-eldflaugar til Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa fengið slíkar eldflaugar áður og hafa notað þær til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og jafnvel flugvelli sem Rússar nota. Bandaríkjamenn eru ekki taldir eiga margar ATACMS en þær eru framleiddar af Lockheed Martin. Einungis fimm hundruð eru framleiddar á ári. Danir senda stórskotalið Ráðamenn í Danmörku tilkynntu einnig frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu í dag, sem metinn er á um 337 milljónir dala. Í þeim pakka má finna CAESAR-stórskotaliðskerfi frá Frakklandi en það eru nokkurs konar vörubílar sem bera fallbyssur. Kerfin eru hönnuð til að skjóta 155 mm sprengikúlum af töluverðri nákvæmni og á skömmum tíma. Þá er hægt að keyra þeim á brott áður en andstæðingurinn hefur tíma til að svara skothríðinni. Danir eru einnig að senda 120 mm sprengivörpur og skotfæri fyrir bæði kerfin. Skotfærin á að senda til Úkraínu í samvinnu við Frakka, Eista og Tékka. Denmark announced 16th military aid package for Ukraine valued at 2,3 DKK billion ($337 million).The capabilities in the new package include CAESAR artillery systems, self-propelled 120-mm mortars and 155-mm ammunition. Denmark allocated the money for CAESARs in cooperation pic.twitter.com/8u39GJ4s1f— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og dönsku þjóðinni þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir þetta sextánda aðstoðarpakkann sem Danir senda til Úkraínu. I am grateful to @Statsmin Mette Frederiksen, her government, and the Danish people for the military aid package announced today. This is one of the outcomes of Prime Minister Frederiksen s recent visit to Ukraine. I appreciate the implementation of our agreements. Our warriors — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 12, 2024 Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. Þar sem engin aðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um nokkuð skeið hafa ráðamenn í Evrópu reynt að fylla upp í skarðið. Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum og komu meðal annars í veg fyrir samþykkt frumvarps sem ætlað var að tryggja aðstoð fyrir Úkraínumenn og aðra og í senn grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var afrakstur umfangsmikilla viðræðna milli Repúblikana og Demókrata en Repúblikanar sneru baki við frumvarpinu eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Frakkland Eistland Tékkland Hernaður Tengdar fréttir Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Samkvæmt heimildum Reuters byggir pakki þessi á fjármunum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fékk endurgreitt vegna nýlegra hergagnakaupa, sem ganga út á að fylla vopnabúr á nýjan leik eftir fyrri hergagnasendingar til Úkraínu. Óljóst er hvað verður í pakkanum, ef svo má að orði komast, en samkvæmt Reuters stendur til að opinbera hann seinna í dag. Blaðamenn Politico hafa þó heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn ætli meðal annars að senda svokallaðar ATACMS-eldflaugar til Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa fengið slíkar eldflaugar áður og hafa notað þær til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og jafnvel flugvelli sem Rússar nota. Bandaríkjamenn eru ekki taldir eiga margar ATACMS en þær eru framleiddar af Lockheed Martin. Einungis fimm hundruð eru framleiddar á ári. Danir senda stórskotalið Ráðamenn í Danmörku tilkynntu einnig frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu í dag, sem metinn er á um 337 milljónir dala. Í þeim pakka má finna CAESAR-stórskotaliðskerfi frá Frakklandi en það eru nokkurs konar vörubílar sem bera fallbyssur. Kerfin eru hönnuð til að skjóta 155 mm sprengikúlum af töluverðri nákvæmni og á skömmum tíma. Þá er hægt að keyra þeim á brott áður en andstæðingurinn hefur tíma til að svara skothríðinni. Danir eru einnig að senda 120 mm sprengivörpur og skotfæri fyrir bæði kerfin. Skotfærin á að senda til Úkraínu í samvinnu við Frakka, Eista og Tékka. Denmark announced 16th military aid package for Ukraine valued at 2,3 DKK billion ($337 million).The capabilities in the new package include CAESAR artillery systems, self-propelled 120-mm mortars and 155-mm ammunition. Denmark allocated the money for CAESARs in cooperation pic.twitter.com/8u39GJ4s1f— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og dönsku þjóðinni þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir þetta sextánda aðstoðarpakkann sem Danir senda til Úkraínu. I am grateful to @Statsmin Mette Frederiksen, her government, and the Danish people for the military aid package announced today. This is one of the outcomes of Prime Minister Frederiksen s recent visit to Ukraine. I appreciate the implementation of our agreements. Our warriors — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 12, 2024 Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. Þar sem engin aðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um nokkuð skeið hafa ráðamenn í Evrópu reynt að fylla upp í skarðið. Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum og komu meðal annars í veg fyrir samþykkt frumvarps sem ætlað var að tryggja aðstoð fyrir Úkraínumenn og aðra og í senn grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var afrakstur umfangsmikilla viðræðna milli Repúblikana og Demókrata en Repúblikanar sneru baki við frumvarpinu eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Frakkland Eistland Tékkland Hernaður Tengdar fréttir Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01