Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 16:30 Luca Nardi og Novak Djokovic mættust í dag en 122 sæti skilja þá að á heimslistanum. Getty/Matthew Stockman Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. „Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4. Tennis Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
„Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4.
Tennis Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira