Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2024 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Bjarni Einarsson Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. „Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Sjá meira
„Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Sjá meira
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48
Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01