Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2024 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Bjarni Einarsson Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. „Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48
Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01