Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2024 13:00 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm/Vísir/Getty Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“ Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01