Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2024 13:00 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm/Vísir/Getty Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“ Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01