Í tilkynningu kemur fram að Örn Ingvi komi til atNorth frá Controlant þar sem hann hafi verið framkvæmdastjóri tækjareksturs.
Þar áður hafi hann verið framkvæmdastjóri Mink Campers um þriggja ára skeið eftir ríflega tveggja áratuga feril hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri.
„Með ráðningu Arnar Ingva heldur atNorth áfram að styrkja teymi fyrirtækisins með þjónustu við viðskiptavini í huga, en eftirspurn eftir þjónustu atNorth hefur aukist hröðum skrefum. Fyrirtækið rekur nú sjö gagnaver í þremur af fimm Norðurlöndum og eru áætlanir um þrjú til viðbótar, auk stækkunar gagnavers atNorth á Akureyri. Norðurlöndin henta sérlega vel fyrir uppbyggingu gagnavera og ofurtölvubúnaðar vegna aðgengi að umhverfisvænni orku og kjöraðstæðna til góðrar orkunýtingar,“ segir í tilkynningunni.
Örn Ingvi er með C.Sc.-próf í vélaverkfræði frá Háskóla íslands og M.Sc.-próf í vélaverkfræði frá Danmarks tekniske Universitet.