Lífið

Ryan Gosling kom Margot Robbie á ó­vart og fékk Slash með sér á svið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ryan Gosling virtist njóta sín í botn á sviðinu í nótt.
Ryan Gosling virtist njóta sín í botn á sviðinu í nótt. Kevin Winter/Getty Images

Kanadíski leikarinn Ryan Gosling vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hann söng lagið I'm Just Ken úr Barbie myndinni. Hann virtist meðal annars koma Margot Robbie, aðalleikonu myndarinnar á óvart.

Lagið var eitt þeirra fimm laga sem tilnefnt var í flokki frumsamdrar tónlistar. Þar voru tvö lög úr Barbie tilnefnd en hitt lagið var What Was I Made For eftir Billie Eilish. Það lag kom, sá og sigraði í gærkvöldi og hreppti Óskarinn en leikstjóri myndarinnar Greta Gerwig hefur ítrekað sagt lagið vera hjarta myndarinnar.

Ryan Gosling gerði sér lítið fyrir og brá sér í hlutverk Ken að nýju á Óskarssviðinu í gær í því sem var eitt stærsta atriðið á hátíðinni. Lagið vakti mikla athygli, enda Barbie myndin ein þeirra vinsælustu á síðasta ári.

Þá mætti Slash úr Guns N' Roses á svið og þá var Marilyn Monroe gert hátt undir höfði og vísaði hluti í atriðinu til lagsins Diamonds Are A Girl's Best Friend sem leik- og söngkonan söng í kvikmyndinni Gelntlemen Prefer Blondes frá 1953.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.