Gæti nýr alþjóðaflugvöllur byggst upp á Mýrum í Borgarfirði? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. mars 2024 07:31 Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Fréttir af flugi Borgarbyggð Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar