Er endilega sælla að þiggja? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2024 09:01 Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun