Innlent

Varar við söfnun í nafni barna Hrafns

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax.
Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax. Vísir/Vilhelm

Illugi Jökulsson hefur varað við því að óprúttnir aðilar hafi gefið sig að fólki á götum úti og sagst vera að safna peningum til styrktar barna rithöfundarins Hrafns Jökulssonar, bróður Illuga, sem féll frá í september 2022. 

Í facebook-færslu Illuga segir hann að börn Hrafns hafi frétt af menn hafi safnað peningum í þessu skyni. 

Þeir gefi sig jafnvel að fólki á götum úti, biðji um fé eða selji harðfisk eða lakkrís og segist vera að safna peningum til styrktar þeim fjórum,“ skrifar Illugi og áréttar:

„Af því tilefni vilja þau að fram komi að engin slík söfnun er í gangi á þeirra vegum, þau vita ekkert um þetta og þeim væri heldur engin þægð í slíkri söfnun.“

Fjölmargir hafa deilt tilkynningunni og margir hneykslast í athugasemdum. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kveðst vita um einn „ofurkurteisan“ sem hafi fallið fyrir söfnuninni við Melabúðina. 

Hrafn Jökulsson lést eins og áður segir þann 17. september árið 2022, 56 ára að aldri. Hrafn lét eftir sig eiginkonuna Oddnýju Halldórsdóttur og fjögur börn, þau Þorstein Mána, Örnólf, Þórhildi Helgu og Jóhönnu Engilráð.


Tengdar fréttir

Hrafn Jökulsson er látinn

Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×