Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: „Þetta er orðið svolítið fyndið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 20:45 Hafdís Renötudóttir átti stórleik þegar Valur varð bikarmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í marki Vals í dag er liðið tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki með þriggja marka sigri gegn Stjörnunni, 25-22. Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið Powerade-bikarinn Valur Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira