16,5 prósent segjast ætla að halda áfram rekstri að hluta til og 11,8 prósent segja nei. 30,6 prósent segjast ekki vita hvort til standi að halda rekstri áfram.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína gerði fyrir Grindavíkurbæ en niðurstöður könnunarinnar voru birtar í vikunni.
Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi komið hvað verst út úr aðstæðum í Grindavík, þar sem þrír fjórðu þeirra eru ekki í rekstri í dag. Heilt yfir á það sama við ríflega þriðjung fyrirtækja í bænum en innan við fimmtungur fyrirtækja er enn í fullum rekstri.
Þá sýna niðurstöðurnar að því stærri sem fyrirtæki eru, því líklegri eru forsvarsmenn þeirra til að vilja halda umfangi starfseminnar nálægt því sem fyrir var.
66,7 prósent þeirra sem svöruðu könnun Maskínu sögðu aðgangslokanir vera helstu ástæðu þess að rekstur fyrirtækja hefði verið skertur eða stöðvaður. Margir sögðu einnig að það væri vegna bilaðra innviða og vegna verkefnisskorts.