Palestínskar konur í broddi fylkingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2024 11:45 Frá kvennaverkfallinu í október síðastliðnum, þar sem safnast var saman á Arnarhóli. Vísir/vilhelm Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara. Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01
Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?