Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjarasamningana sem voru undirritaðir í gær. Við heyrum meðal annars í formanni BHM um stöðuna eins og hún kemur henni fyrir sjónir.

Þá verður rætt við lögfræðing hjá vinnustaðaeftirliti ASÍ sem hefur í heilt ár heimsótt veitingastaði Davíðs Viðarssonar sem grunaður er um mansal og peningaþvætti.

Einnig fjöllum við um alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er í dag en frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni að þessu sinni. 

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um mikilvægan sigur Stjörnunnar í Garðabænum og kíkt á úrslitin framundan í Powerade-bikarnum í handbolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×