Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 08:22 Fólk safnast saman á svæðinu þar sem börnunum var rænt. AP Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira