Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 08:22 Fólk safnast saman á svæðinu þar sem börnunum var rænt. AP Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent