Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:48 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
„Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum
Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira