Þetta kemur fram á Instagram-síðu Rúriks þar sem hann birtir stutt myndband, þar sem andlit Cyrus á skjá, að því er virðist á kvikmyndasetti.
„Gaman að kynnast þér Miley Cyrus,“ skrifar Rúrik í svokallaða Instagram-sögu sína.
Eins og alþjóð veit gerði Rúrik garðinn frægan sem fótboltamaður, en eftir að þeim ferli lauk hefur hann tekið að sér ýmis verkefni, mörg hver í hinum listræna geira. Hann er til að mynda meðlimur í strákasveitinni IceGuys.
Þá hefur hann komist í snertingu við fræga fólkið vestanhafs. Honum var boðið í hrekkjavökupartý fyrirsætunnar Heidi Klum síðasta haust þar sem mikið af stjörnuliði lét sjá sig.