Stöð 2 Sport
Stórleikur kvöldsins er á milli Keflavíkur og Grindavíkur sem eru á meðal toppliðanna í Subway-deild karla í körfubolta. Bein útsending hefst klukkan 19. Eftir leik er svo Subway Körfuboltakvöld þar sem Stefán Árni Pálsson kryfur málin með sérfræðingum sínum.
Stöð 2 Sport 2
Einn leikur er í ítalska boltanum í kvöld þar sem meistarar Napoli taka á móti Torino klukkan 19:45.
Stöð 2 Sport 5
Síðasta tækifærið til að sjá KR og Stjörnuna spila, áður en leiktíðin í Bestu deildinni hefst, gefst klukkan 17 þegar liðin mætast í lokaumferð Lengjubikars karla.
Stöð 2 ESport
Beinar útsendingar verða frá Spring Showdown í Blast Premier deildinni klukkan 17 og 19:30.
Vodafone Sport
Bein útsending frá þriðju æfingu í Formúlu 1 hefst klukkan 13:25 og tímatakan hefst svo klukkan 16:55. Klukkan 20 er svo leikur Sheffield Wednesday og Leeds í ensku B-deildinni. Dagskránni lýkur svo með golfi þegar keppni á Aramco Team Series hefst um miðnætti.