Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 26-25 | Stjarnan í bikarúrslit eftir framlengdan leik Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:11 Stjarnan fagnaði eins marks sigri í kvöld 26-25 gegn Selfossi Vísir/Anton Brink Stjarnan vann eins marks sigur gegn Selfyssingum 26-25 í ótrúlegum leik. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni hafði Stjarnan betur og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu tvö mörkin. Leikurinn fór vel af stað og það var mikill hraði til að byrja með. Stjörnunni tókst að halda Selfyssingum tveimur mörkum frá sér fyrstu átta mínúturnar. Stefanía Theodórsdóttir í hraðaupphlaupiVísir/Anton Brink Eftir það breyttist gangur leiksins og Harpa Valey Gylfadóttir, leikmaður Selfoss, tók málin í sínar eigin hendur. Harpa Valey skoraði þrjú mörk í röð og kom Selfyssingum yfir 5-6. Eftir að Harpa hafði gert þrjú mörk í röð tók Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga, óskiljanlegt leikhlé þar sem augnablikið var með hans liði og Stjarnan hafði ekki skorað í fimm mínútur. Eftir leikhléið tapaði Selfoss boltanum og fékk mark í bakið. Ömurleg ákvörðun hjá Eyþóri. Perla Ruth Albertsdóttir fagnar í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Anton Brink Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, fékk tvisvar tvær mínútur á fyrstu ellefu mínútunum sem gerði sennilega einhverja Selfyssinga áhyggjufulla þar sem hún þurfti aðeins eina í viðbót til að ljúka leik. Katla María Magnúsdóttir þurfti að fara með sjúkrabíl á sjúkrahús eftir að hafa meiðst alvarlegaVísir/Anton Brink Nokkrum mínútum síðar varð Katla fyrir því óláni að lenda afar illa á ökklanum. Gera þurfti hlé á leiknum og kalla þurfti út sjúkrabíl. Ömurleg meiðsli og Selfyssingar voru eðlilega enn þá að ná sér þegar leikurinn fór aftur af stað þar sem Stjarnan gerði tvö mörk í röð og jafnaði. Staðan í hálfleik var 12-12. Embla Steindórsdóttir gerði 7 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Selfoss byrjaði betur með Tinnu Sigurrós Traustadóttur í fararbroddi. Tinna gerði fjögur mörk á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks. Selfoss komst þremur mörkum yfir 16-19. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé þremur mörkum undir. Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Eftir leikhlé Sigurgeirs gekk allt upp hjá Stjörnunni og liðiði gerði fimm mörk gegn aðeins einu og komst yfir 23-21. Stjarnan skoraði ekki síðustu sjö mínúturnar sem gerði það að verkum að Selfyssingar jöfnuðu leikinn þrátt fyrir að hafa ekkert sérstaklega mikið fyrir því. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 23-23 og grípa þurfti til framlengingar. Arna Kristín Einarsdóttir með hendurnar á loftiVísir/Anton Brink Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni þar sem liðið gerði tvö mörk í röð og var yfir eftir fyrri hluta framlengingarinnar 26-24. Darija Zecevic bjargaði Stjörnunni undir lokinVísir/Anton Brink Þrátt fyrir að Stjarnan gerði ekki mark síðustu fimm mínúturnar vann liðið 26-25. Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Perla Ruth Albertsdóttir fékk dauðafæri á línunni undir blálokin til þess að jafna en Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar varði. Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Stjarnan mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginnVísir/Anton Brink Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði betur eftir framlengingu með minnsta mun. Stjarnan skoraði tvö mörk í röð í framlengingunni sem dugði til sigurs að lokum. Hverjar stóðu upp úr? Embla Steindórsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var frábær og skoraði 7 mörk úr 13 skotum. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá Selfossi með 8 mörk úr 10 skotum. Perla tók 7 víti og skoraði úr þeim öllum. Hvað gekk illa? Selfyssingar mega vera svekktir að hafa ekki fengið víti undir lok framlengingarinnar þegar Perla fékk boltann á línunni. Það var klárlega farið af fullum krafti í Perlu en dómararnir sáu ekki ástæðu til þess að dæma víti. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn klukkan 13:30. Eyþór: Það sáu það allir að við áttum að fá víti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með að hafa tapað með minnsta mun í undanúrslitum Powerade-bikarsins en þó afar stoltur af liðinu. „Þetta var gríðarlega svekkjandi og gríðarleg vonbrigði. Til að bæta gráu ofan á svart þá rifjar maður upp það sem gerðist í fyrri hálfleik þegar Katla María Magnúsdóttir meiddist alvarlega,“ sagði Eyþór í viðtali við Vísi eftir leik. Katla María meiddist alvarlega á ökkla um miðjan fyrri hálfleik og þurfti að fara með sjúkrabíl. Eyþór sagði að það hafi verið áfall fyrir alla að horfa upp á þetta. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Þrátt fyrir þungt tap var Eyþór gríðarlega stoltur af liðinu og fólkinu sem mætti í Laugardalshöllina. „Liðið stóð sig frábærlega. Það gaf allt sem það átti og ég er ótrúlega stoltur af því að tilheyra þessu liði. Að fylgja þessum stuðningsmönnum og þessu liði. Við munum koma sterkari til baka.“ Eyþór viðurkenndi að það hafi verið erfitt fyrir Selfoss að lenda tveimur mörkum undir í framlengingunni. „Því miður lentum við á eftir. Þegar maður kemur inn í framlengingu er alltaf best að eiga fyrsta höggið. Við vorum í vandræðum með að skora og það felldi okkur.“ Eyþór var ekki sáttur með dómgæsluna undir lokin og vildi fá víti þegar Perla Ruth átti skot skot á línunni sem hún klikkaði á en að mati Eyþórs var brotið á henni. „Þetta var víti og tveggja mínútna brottvísun. Það var augljóst og á mikilvægu augnabliki undir lokin. Það var víti og tveggja mínútna brottvísun það sáu það allir,“ sagði Eyþór að lokum ekki sáttur með dómarana. Powerade-bikarinn Stjarnan UMF Selfoss
Stjarnan vann eins marks sigur gegn Selfyssingum 26-25 í ótrúlegum leik. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni hafði Stjarnan betur og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu tvö mörkin. Leikurinn fór vel af stað og það var mikill hraði til að byrja með. Stjörnunni tókst að halda Selfyssingum tveimur mörkum frá sér fyrstu átta mínúturnar. Stefanía Theodórsdóttir í hraðaupphlaupiVísir/Anton Brink Eftir það breyttist gangur leiksins og Harpa Valey Gylfadóttir, leikmaður Selfoss, tók málin í sínar eigin hendur. Harpa Valey skoraði þrjú mörk í röð og kom Selfyssingum yfir 5-6. Eftir að Harpa hafði gert þrjú mörk í röð tók Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga, óskiljanlegt leikhlé þar sem augnablikið var með hans liði og Stjarnan hafði ekki skorað í fimm mínútur. Eftir leikhléið tapaði Selfoss boltanum og fékk mark í bakið. Ömurleg ákvörðun hjá Eyþóri. Perla Ruth Albertsdóttir fagnar í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Anton Brink Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, fékk tvisvar tvær mínútur á fyrstu ellefu mínútunum sem gerði sennilega einhverja Selfyssinga áhyggjufulla þar sem hún þurfti aðeins eina í viðbót til að ljúka leik. Katla María Magnúsdóttir þurfti að fara með sjúkrabíl á sjúkrahús eftir að hafa meiðst alvarlegaVísir/Anton Brink Nokkrum mínútum síðar varð Katla fyrir því óláni að lenda afar illa á ökklanum. Gera þurfti hlé á leiknum og kalla þurfti út sjúkrabíl. Ömurleg meiðsli og Selfyssingar voru eðlilega enn þá að ná sér þegar leikurinn fór aftur af stað þar sem Stjarnan gerði tvö mörk í röð og jafnaði. Staðan í hálfleik var 12-12. Embla Steindórsdóttir gerði 7 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Selfoss byrjaði betur með Tinnu Sigurrós Traustadóttur í fararbroddi. Tinna gerði fjögur mörk á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks. Selfoss komst þremur mörkum yfir 16-19. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé þremur mörkum undir. Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Eftir leikhlé Sigurgeirs gekk allt upp hjá Stjörnunni og liðiði gerði fimm mörk gegn aðeins einu og komst yfir 23-21. Stjarnan skoraði ekki síðustu sjö mínúturnar sem gerði það að verkum að Selfyssingar jöfnuðu leikinn þrátt fyrir að hafa ekkert sérstaklega mikið fyrir því. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 23-23 og grípa þurfti til framlengingar. Arna Kristín Einarsdóttir með hendurnar á loftiVísir/Anton Brink Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni þar sem liðið gerði tvö mörk í röð og var yfir eftir fyrri hluta framlengingarinnar 26-24. Darija Zecevic bjargaði Stjörnunni undir lokinVísir/Anton Brink Þrátt fyrir að Stjarnan gerði ekki mark síðustu fimm mínúturnar vann liðið 26-25. Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Perla Ruth Albertsdóttir fékk dauðafæri á línunni undir blálokin til þess að jafna en Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar varði. Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Stjarnan mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginnVísir/Anton Brink Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði betur eftir framlengingu með minnsta mun. Stjarnan skoraði tvö mörk í röð í framlengingunni sem dugði til sigurs að lokum. Hverjar stóðu upp úr? Embla Steindórsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var frábær og skoraði 7 mörk úr 13 skotum. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá Selfossi með 8 mörk úr 10 skotum. Perla tók 7 víti og skoraði úr þeim öllum. Hvað gekk illa? Selfyssingar mega vera svekktir að hafa ekki fengið víti undir lok framlengingarinnar þegar Perla fékk boltann á línunni. Það var klárlega farið af fullum krafti í Perlu en dómararnir sáu ekki ástæðu til þess að dæma víti. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn klukkan 13:30. Eyþór: Það sáu það allir að við áttum að fá víti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með að hafa tapað með minnsta mun í undanúrslitum Powerade-bikarsins en þó afar stoltur af liðinu. „Þetta var gríðarlega svekkjandi og gríðarleg vonbrigði. Til að bæta gráu ofan á svart þá rifjar maður upp það sem gerðist í fyrri hálfleik þegar Katla María Magnúsdóttir meiddist alvarlega,“ sagði Eyþór í viðtali við Vísi eftir leik. Katla María meiddist alvarlega á ökkla um miðjan fyrri hálfleik og þurfti að fara með sjúkrabíl. Eyþór sagði að það hafi verið áfall fyrir alla að horfa upp á þetta. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Þrátt fyrir þungt tap var Eyþór gríðarlega stoltur af liðinu og fólkinu sem mætti í Laugardalshöllina. „Liðið stóð sig frábærlega. Það gaf allt sem það átti og ég er ótrúlega stoltur af því að tilheyra þessu liði. Að fylgja þessum stuðningsmönnum og þessu liði. Við munum koma sterkari til baka.“ Eyþór viðurkenndi að það hafi verið erfitt fyrir Selfoss að lenda tveimur mörkum undir í framlengingunni. „Því miður lentum við á eftir. Þegar maður kemur inn í framlengingu er alltaf best að eiga fyrsta höggið. Við vorum í vandræðum með að skora og það felldi okkur.“ Eyþór var ekki sáttur með dómgæsluna undir lokin og vildi fá víti þegar Perla Ruth átti skot skot á línunni sem hún klikkaði á en að mati Eyþórs var brotið á henni. „Þetta var víti og tveggja mínútna brottvísun. Það var augljóst og á mikilvægu augnabliki undir lokin. Það var víti og tveggja mínútna brottvísun það sáu það allir,“ sagði Eyþór að lokum ekki sáttur með dómarana.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti