Síðustu tveir tilraunir hafa misheppnast en verkfræðingar SpaceX hafa aldrei verið hræddir við mistök. Fyrri tilraunirnar tvær eru sagðar hafa verkfræðingum miklu magni upplýsinga og þeir segjast hafa lært af þeim. Að þessu sinni er markið sett hátt.
Í þriðju tilrauninni vilja starfsmenn SpaceX byggja á því sem þeir hafa lært í hinum tveimur. Meðal markmiða þeirra er að koma báðum hlutum Starship út í geim, opna og loka farmlúgu Starship-geimfarsins, flytja eldsneyti milli eldflaugarinnar og geimfarsins slökkva á og kveikja á Raptor-vél geimskipsins út í geimi.
Eldflaugin á að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa og þar að auki stendur til að reyna að líkja eftir lendingu Starship yfir Indlandshafi.
The third flight test of Starship could launch as soon as March 14, pending regulatory approval https://t.co/bJFjLCiTbK pic.twitter.com/yHqoWFSKdY
— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2024
Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert.
Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu
Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar.

Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni.
Sjá einnig: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft
Síðasta tilraunaskot fór fram í nóvember en það heppnaðist ekki, eins og fyrsta tilraunaskotið. Eldflaugin sprakk í loft upp eftir að geimfarið fór af stað en stjórnendur misstu í kjölfarið samband við það.