Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2024 12:01 Ráðherra var spurður út í málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. arnar halldórsson Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og spurði hvort þingið mætti vænta þess að hann tilkynni um framlög til palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, á ný. Nokkrir mánuðir eru síðan ráðherrann ákvað að frysta greiðslur til stofnunarinnar í kjölfar þess að fregnir bárust af því að starfsmenn hennar hafi átt aðild að árás á Ísrael þann 7. október. „Nú er mars, nú ríkir hungursneyð og það hefur ekkert nýtt heyrst frá ráðherra og því spyr ég einfaldlega hæstvirtan ráðherra hvort við megum vænta þess að hann tilkynni um nýja og endurskoðaða afstöðu og að framlag til UNWRA verði greitt á gjalddaga,“ spurði Logi Einarsson. Bjarni vongóður Utanríkisráðherra sagðist vilja halda því til haga að samkvæmt samningi sem íslensk stjórnvöld höfðu áður gert við UNWRA eigi kjarnagreiðsla frá stjórnvöldum að vera innt af hendi þann fyrsta apríl. „Ég er bara mjög vongóður um að við Íslendingar getum staðið við þessa kjarnagreiðslu í ljósi þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í ráðuneytinu. En hitt er síðan annað mál, að hversu miklu leyti við styðjumst við aðrar stofnanir á svæðinu það sem eftir lifir ársins,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og spurði hvort þingið mætti vænta þess að hann tilkynni um framlög til palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, á ný. Nokkrir mánuðir eru síðan ráðherrann ákvað að frysta greiðslur til stofnunarinnar í kjölfar þess að fregnir bárust af því að starfsmenn hennar hafi átt aðild að árás á Ísrael þann 7. október. „Nú er mars, nú ríkir hungursneyð og það hefur ekkert nýtt heyrst frá ráðherra og því spyr ég einfaldlega hæstvirtan ráðherra hvort við megum vænta þess að hann tilkynni um nýja og endurskoðaða afstöðu og að framlag til UNWRA verði greitt á gjalddaga,“ spurði Logi Einarsson. Bjarni vongóður Utanríkisráðherra sagðist vilja halda því til haga að samkvæmt samningi sem íslensk stjórnvöld höfðu áður gert við UNWRA eigi kjarnagreiðsla frá stjórnvöldum að vera innt af hendi þann fyrsta apríl. „Ég er bara mjög vongóður um að við Íslendingar getum staðið við þessa kjarnagreiðslu í ljósi þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í ráðuneytinu. En hitt er síðan annað mál, að hversu miklu leyti við styðjumst við aðrar stofnanir á svæðinu það sem eftir lifir ársins,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.
Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira