Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. mars 2024 19:10 Davíð Viðarsson er einn umsvifamesti veitingamaður landsins, ekki síst eftir kaup hans á Wok On veitingahúsakeðjunni til viðbótar við Pho Víetnam staðina. Þá rekur hann gistiheimili í miðbænum. Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“ Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“
Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54
„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03