Aukin aðgæsluskylda ökumanna Sævar Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum. Árið 1907 voru lögboðnar umferðarreglur hér á landi að finna í lögum um vegi nr. 57/1907 og voru fyrstu bifreiðalögin í kjölfarið lögfest 7 árum síðar með lögum nr. 21/1914. Síðan þá hefur samfélagið tekið miklum breytingum og hafa farartæki, vegir og samgönguvenjur manna breyst verulega. Það var svo ekki fyrr en árið 1940 sem fyrstu umferðarlögin voru lögfest með lögum nr. 110/1940. Þegar litið er yfir þróun bifreiðalaga frá árinu 1914 og til ársins 2019 eða þegar núgildandi umferðarreglur voru lögfestar má sjá hvernig svokallaðar hátternisreglurnar hafa tekið breytingum samhliða breytingum samfélagsins. Í dæmaskyni má nefna að í 8 gr. umferðarlaga nr. 21/1914 var kveðið á um skyldu ökumanna til þess að gefa hljóðmerki þegar hætt var við árekstri. Segir þar m.a. að óheimilt sé fyrir ökumann að gefa hljóðmerki þegar ekið er framhjá hestum og skuli hestar fælast við hljóðmerki eða verða óróir skuli þegar í stað hætta að gefa hljóðmerkið. Þó að áðurnefnt ákvæði umferðarlaga sé ekki að finna í núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019 þá eru líkt og áður lögfestar hátternisreglur sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknu umferðaröryggi. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að reglur er varðar ökutæki og umferð séu skýrar svo að auðskiljanlegt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því hvaða háttsemi sé leyfileg í umferðinni enda stuðlar það að auknu umferðaröryggi. Við ættum öll að geta fallist á að það væri brot á umferðarlögunum ef einstaklingur sest drukkinn undir stýri og verður í kjölfarið valdur af umferðarslysi. Þá kæmi það okkur ekki á óvart ef viðkomandi yrði látin sæta ábyrgð. Hið sama má segja um þann sem verður valdur af umferðarslysi með samskonar ábyrgðarlausri og/eða refsiverðri háttsemi. En hvað með einstaklinga sem eru allsgáðir við akstur, keyra á löglegum hraða, eru með athyglina við aksturinn og haga honum að öllu leyti eftir aðstæðum, lögum og reglum. Verði þeir svo óheppnir að valda umferðarslysi sem í för með sér hefur líkamstjón eða manntjón, mega þeir vænta þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð líkt og áðurnefndu ökumennirnir? Hér áður fyrr hefði svarið við þessari spurningu eflaust verið nei en ef nýlegir dómar eru hafðir til hliðsjónar má sjá hvernig búið er að móta gáleysismatið þannig að óverulegt gáleysi í umferðinni getur bakað mönnum refsingu. Að því er varðar manndráp af gáleysi í umferðinni virðist sem íslenskir dómstólar hafi hér áður fyrr verið vægari í að sakfella í slíkum málum en dómstólar í nágrannalöndum okkar. Þá ber dómaframkvæmdin með sér að stórfellt gáleysi hafi þurft til sakfellingar hins ákærða og má hið sama segja um sakfellingu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. almennra hegningarlaga. Í dag er þó staðan önnur líkt og nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr á þessu ári ber með sér. Fyrir skömmu fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem ákærður var fyrir hegningar- og umferðarlagabrot en viðkomandi hafði lent í umferðarslysi með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðar slasaðist töluvert. Viðkomandi hafði hvorki verið undir áhrifum áfengis né hugbreytandi efna, hann hafði ekið á löglegum hraða, var ekki í símanum við akstur og var ökutæki hans í fullkomnu lagi. Í raun kom ekkert fram í gögnum málsins né fyrir dómi að aksturslag viðkomandi hafi verið á einhvern hátt ábótavant. Samt sem áður var honum gefið að sök líkamsmeiðing af gáleysi og umferðarlagabrot. Að lokum var viðkomandi sakfelldur fyrir brotið skv. ákæru og er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem hann hefði að getað komið í veg fyrir slysið. Í íslensku réttarfari er að finna mikilvæga meginreglu um sönnunarbyrði í sakamálum en meginreglan kveður á um að sönnunarbyrði fyrir sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þannig verður ákærða ekki gert áfelli nema að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök, sbr. 109. gr. sömu laga. Allan vafa á svo að skýra ákærða í hag sbr. 2. mgr. 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með vísan í ofangreint er engu líkara en að ákæruvaldið virðist ekki lengur þurfa að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að hinn ákærði hafi með gáleysi brotið gegn almennum hegningarlögum heldur sé nægjanlegt til sakfellingar að brotið sé sannað, þ.e. að umferðarslys hafi orðið og í kjölfarið líkams- eða manntjón. Hið sama má segja um niðurstöðuna í máli strætisvagnabílstjórans í máli nr. S-3865/2023. Óhjákvæmilega situr eftir spurningin hvar dómstólar séu farnir að draga mörkin þegar um ræðir annars vegar óhappatilvik og hins vegar gáleysisbrot eða heyra óhappatilvik í umferðinni kannski sögunni til? Er það samfélagið sem við viljum búa í? Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Umferðaröryggi Dómstólar Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum. Árið 1907 voru lögboðnar umferðarreglur hér á landi að finna í lögum um vegi nr. 57/1907 og voru fyrstu bifreiðalögin í kjölfarið lögfest 7 árum síðar með lögum nr. 21/1914. Síðan þá hefur samfélagið tekið miklum breytingum og hafa farartæki, vegir og samgönguvenjur manna breyst verulega. Það var svo ekki fyrr en árið 1940 sem fyrstu umferðarlögin voru lögfest með lögum nr. 110/1940. Þegar litið er yfir þróun bifreiðalaga frá árinu 1914 og til ársins 2019 eða þegar núgildandi umferðarreglur voru lögfestar má sjá hvernig svokallaðar hátternisreglurnar hafa tekið breytingum samhliða breytingum samfélagsins. Í dæmaskyni má nefna að í 8 gr. umferðarlaga nr. 21/1914 var kveðið á um skyldu ökumanna til þess að gefa hljóðmerki þegar hætt var við árekstri. Segir þar m.a. að óheimilt sé fyrir ökumann að gefa hljóðmerki þegar ekið er framhjá hestum og skuli hestar fælast við hljóðmerki eða verða óróir skuli þegar í stað hætta að gefa hljóðmerkið. Þó að áðurnefnt ákvæði umferðarlaga sé ekki að finna í núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019 þá eru líkt og áður lögfestar hátternisreglur sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknu umferðaröryggi. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að reglur er varðar ökutæki og umferð séu skýrar svo að auðskiljanlegt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því hvaða háttsemi sé leyfileg í umferðinni enda stuðlar það að auknu umferðaröryggi. Við ættum öll að geta fallist á að það væri brot á umferðarlögunum ef einstaklingur sest drukkinn undir stýri og verður í kjölfarið valdur af umferðarslysi. Þá kæmi það okkur ekki á óvart ef viðkomandi yrði látin sæta ábyrgð. Hið sama má segja um þann sem verður valdur af umferðarslysi með samskonar ábyrgðarlausri og/eða refsiverðri háttsemi. En hvað með einstaklinga sem eru allsgáðir við akstur, keyra á löglegum hraða, eru með athyglina við aksturinn og haga honum að öllu leyti eftir aðstæðum, lögum og reglum. Verði þeir svo óheppnir að valda umferðarslysi sem í för með sér hefur líkamstjón eða manntjón, mega þeir vænta þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð líkt og áðurnefndu ökumennirnir? Hér áður fyrr hefði svarið við þessari spurningu eflaust verið nei en ef nýlegir dómar eru hafðir til hliðsjónar má sjá hvernig búið er að móta gáleysismatið þannig að óverulegt gáleysi í umferðinni getur bakað mönnum refsingu. Að því er varðar manndráp af gáleysi í umferðinni virðist sem íslenskir dómstólar hafi hér áður fyrr verið vægari í að sakfella í slíkum málum en dómstólar í nágrannalöndum okkar. Þá ber dómaframkvæmdin með sér að stórfellt gáleysi hafi þurft til sakfellingar hins ákærða og má hið sama segja um sakfellingu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. almennra hegningarlaga. Í dag er þó staðan önnur líkt og nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr á þessu ári ber með sér. Fyrir skömmu fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem ákærður var fyrir hegningar- og umferðarlagabrot en viðkomandi hafði lent í umferðarslysi með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðar slasaðist töluvert. Viðkomandi hafði hvorki verið undir áhrifum áfengis né hugbreytandi efna, hann hafði ekið á löglegum hraða, var ekki í símanum við akstur og var ökutæki hans í fullkomnu lagi. Í raun kom ekkert fram í gögnum málsins né fyrir dómi að aksturslag viðkomandi hafi verið á einhvern hátt ábótavant. Samt sem áður var honum gefið að sök líkamsmeiðing af gáleysi og umferðarlagabrot. Að lokum var viðkomandi sakfelldur fyrir brotið skv. ákæru og er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem hann hefði að getað komið í veg fyrir slysið. Í íslensku réttarfari er að finna mikilvæga meginreglu um sönnunarbyrði í sakamálum en meginreglan kveður á um að sönnunarbyrði fyrir sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þannig verður ákærða ekki gert áfelli nema að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök, sbr. 109. gr. sömu laga. Allan vafa á svo að skýra ákærða í hag sbr. 2. mgr. 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með vísan í ofangreint er engu líkara en að ákæruvaldið virðist ekki lengur þurfa að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að hinn ákærði hafi með gáleysi brotið gegn almennum hegningarlögum heldur sé nægjanlegt til sakfellingar að brotið sé sannað, þ.e. að umferðarslys hafi orðið og í kjölfarið líkams- eða manntjón. Hið sama má segja um niðurstöðuna í máli strætisvagnabílstjórans í máli nr. S-3865/2023. Óhjákvæmilega situr eftir spurningin hvar dómstólar séu farnir að draga mörkin þegar um ræðir annars vegar óhappatilvik og hins vegar gáleysisbrot eða heyra óhappatilvik í umferðinni kannski sögunni til? Er það samfélagið sem við viljum búa í? Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun