Lífið

Danska demantadrottningin snúin aftur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katerine Pitzner er stofnandi Copenhagen Diamond Exchange.
Katerine Pitzner er stofnandi Copenhagen Diamond Exchange. Katerine Pitzner

Í byrjun árs gaf danska demantadrottningin Katerina Pitzner sjálfri sér frí frá samfélagsmiðlum í 54 ára afmælisgjöf. Hún hefur nú ákveðið að logga sig aftur inn á Instagram eftir nauðsynlegt hlé með öðrum áherslum. Pitzner er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Danmerkur og keppast dönsku slúðurmiðlarnir við að flytja af henni fréttir.

„Ef þú hefur fylgst með mér hérna á miðlinum í einhvern tíma veistu að ég hef gert talsverðar breytingar á lífi mínu á síðastliðnum árum. Ekki vegna þess að ég hafi verið óhamingjusöm, en ef þú leitast eftir lífi þar sem þú ert sjálfum þér samkvæmur geturðu þurft að gera breytingar sem þarfnast hugrekki til að gera hluti sem er ekki ætlast til af þér,“ skrifar Pitzner í einlægri færslu á Instagram um ákvörðunina.

Í færslunni segir hún að á meðan líf hennar hafi gengið snurðulaust fyrir sig út á við hafi hún fundið fyrir andlegu ójafnvægi og vanlíðan. 

„Því meira sem veraldlegur árangur jókst, því verr leið mér andlega. Stay hungry var alltaf mantran mín en smám saman tók hungrið við sér og síðustu árin fannst mér ég vera andlega buguð,“ segir í færslunni.

Í kjölfarið ákvað Pitzner að breyta um stefnu í lífinu.

„Mér hefur verið falið eins konar verkefni í þessu lífi með sambandi mínu við Guð, tilveru okkar og tilgang. Það færir mér hamingju, forvitni og þakklæti. Það er eins og allt það sem lífið hefur fært mér hafi verið að leiða mig hingað. Ég er komin á ótrúlega góðan stað.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.