Alltaf það fallegasta við þetta Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 16:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur mætir Stjörnunni í einum af tveimur undanúrslitaleikjum Powerade bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Undanúrslitin leggjast vel í Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals sem segir alltaf jafn mikil forréttindi að taka þátt í bikarhátíðinni. Þá hrósar hann HSÍ fyrir einstaklega góða umgjörð í kringum úrslitaleiki yngri flokka. Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“ Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira
Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira