Forstjórinn tekur fram kjuðana á ný Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 10:28 Birgir við settið hjá Dimmu. Þangað hvarflar hugurinn. vísir/vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play hefur ákveðið að rífa fram kjuðana á ný og hefja leik með sínum fornu félögum í þungarokkssveitinni Dimmu. „Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út. Tónlist Play Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út.
Tónlist Play Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira