Lífseigir skaflar á ábyrgð eigenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2024 14:00 Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. stöð 2 Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama. Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“ Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“
Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira