Þetta var fyrsta tilraun stofnunarinnar til að koma matvælum inn á þann hluta Gasa í tvær vikur og var um að ræða fjórtán vörubíla en stofnunin hætti slíkum sendingum tímabundið af öryggisástæðum.
Bílalestinni var hinsvegar snúið við á varðstöð og síðar, þegar hún var á leið til baka var ráðist að bílunum af örvæntingarfullum íbúum annarsstaðar á Gasa og þeir tæmdir.
Stofnunin, sem rekin er af Sameinuðu þjóðunum segir að eftir þriggja tíma bið á varðstöðinni við Wazi Gasa hafi hermenn neitað þeim um inngöngu inn í norðurhlutann, en þar er ástandið sagt afar slæmt og hafa börn látið lífið þar sökum vannæringar síðustu daga, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.