Handbolti

Stór­leikur Óðins Þórs dugði skammt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson var frábær í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm

Kadetten Schaffhausen mátti þola þriggja marka tap gegn Vojvodina í Evrópudeild karla í handbolta. Lokatölur 24-21 en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þriðjung marka sinna manna í kvöld.

Kadetten átti á hættu að komast ekki áfram úr milliriðli Evrópudeildar karla eftir tvö töp gegn Bjerringbro-Silkeborg. Of stórt tap í kvöld og liðið hefði fallið niður í botnsæti riðilsins. Þó flestir leikmenn liðsins hafi átt betri daga þá voru þeir Óðinn Þór og Ariel Pietrasik frábærir í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn fór mikinn í hægra horninu en hann skoraði alls 7 mörk í leiknum. Sömu sögu er að segja af vinstri skyttunni Ariel sem skoraði einnig 7 mörk. Kadetten endar í 3. sæti riðilsins með 4 stig. Dugir það til að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×